Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 10. ágúst 2019 16:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gefur Gylfa verstu einkunn í fyrsta leik tímabilsins
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði tæpar 80 mínútur þegar Everton gerði markalaust jafntefli gegn Crystal Palace í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Gylfa var skipt af velli fyrir Tom Davies stuttu eftir að Morgan Schneiderlin fékk að líta sitt annað gula spjald.

Að mati Sam Carroll hjá Liverpool Echo átti Gylfi dapran dag og var slakasti leikmaður Everton.

Hann gefur Gylfa 5 í einkunn og segir: „Klúðraði dauðafæri í byrjun leik. Þú hefðir veðjað húsinu þínu á það að hann myndi skora úr þessu. Það var síðan bjargað á línu frá honum snemma í seinni hálfleik. Hafði annars alltof hægt um sig og var heppinn að hafa ekki verið skipt fyrr af velli."
Athugasemdir
banner
banner
banner