lau 10. ágúst 2019 10:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Roma vill leikmenn Liverpool og Man Utd
Powerade
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez.
Mynd: Getty Images
Dejan Lovren og Trent Alexander-Arnold.
Dejan Lovren og Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
Dybala kemur við sögu í slúðurpakknum.
Dybala kemur við sögu í slúðurpakknum.
Mynd: Getty Images
Slúðrið heldur áfram þó svo að félagaskiptaglugginn á Englandi sé lokaður. Hér má sjá það helsta sem BBC tók saman.

Roma hefur rætt við Manchester United um að fá Alexis Sanchez (30) á láni. (Telegraph)

Pierre-Emerick Aubameyang (30) og Alexandre Lacazette (28) eru í viðræðum um nýja samninga hjá Arsenal (Sun)

Paris Saint-Germain vill kaupa Paulo Dybala (25) frá Juventus. Hann var sterklega orðaður við Manchester United og Tottenham, en það gekk ekki upp. (Mail)

Juventus mun áfram hlusta á tilboð í Dybala og er tilbúið að selja hann hvert sem er, fyrir utan Inter. (Calciomercato)

David de Gea (28), markvörður Manchester United, á enn eftir að skrifa undir nýjan samning eftir að hafa samþykkt nýjan sex ára samning í síðasta mánuði. (Sun)

Arsenal er tilbúið að hlusta á tilboð í varnarmanninn Shkodran Mustafi (27) og miðjumanninn Mohamed Elneny (27) frá félögum í Evrópu. (Evening Standard)

Roma er í viðræðum við Liverpool um kaup á varnarmanninum Dejan Lovren (30) frá Liverpool fyrir 20 milljónir evra. (Football Italia)

Real Madrid og Barcelona gætu barist um að fá Neymar (27) í sínar raðir frá PSG. (AS)

Chelsea mun safna 200 milljónum punda til eyða í leikmenn þegar félagaskiptabannið sem félagið var dæmt í endar. (Goal)

Chelsea ætlar að bjóða varnarmanninum Fikayo Tomori (21) nýjan samning. Hann fékk ekki að fara á láni til Everton. (Goal)

Argentíski varnarmaðurinn Marcos Rojo (29) var tilbúinn að fara á láni til Everton, en Manchester United vildi bara selja hann. (Liverpool Echo)

Manchester United íhugaði að fá framherjann Inaki Williams (25) frá Athletic Bilbao áður en félagaskiptaglugginn lokaði. (El Chiringuito)

Wilfried Zaha (26) verður áfram hjá Crystal Palace að minnsta kosti þangað til í janúar. (Express)

Saido Berahino (26), fyrrum sóknarmaður Stoke, er kominn til Zulte Waregem í Belgíu á frjálsri sölu. (Mail)

Luka Milivojevic, fyrirliði Crystal Palace, er búinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning. (Talksport)

Markvörðurinn Iker Casillas (38) sem fékk hjartaáfall á æfingu í maí hefur verið skráður í leikmannahóp Porto fyrir tímabilið. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner