Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 11. janúar 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kristín Erna í KR (Staðfest)
Kristín Erna í leik með ÍBV síðasta sumar
Kristín Erna í leik með ÍBV síðasta sumar
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Kvennalið KR hefur fengið öflugan liðsstyrk fyrir komandi leiktíð en Kristín Erna Sigurlásdóttir er komin frá ÍBV.

Kristín Erna, sem er fædd árið 1991, er uppalin í ÍBV en hún hefur spilað allan sinn feril með félaginu fyrir utan eitt tímabil sem hún lék með Fylki árið 2016.

Hún hefur skorað 102 mörk í 189 leikjum í deild- og bikar en hún hefur nú samið við KR.

KR leikur í Pepsi Max-deild kvenna en liðið hafnaði í 7. sæti deildarinnar á síðasta tímabili.

Lára Kristín Pedersen samdi við KR í október og þá framlengdi þjálfarateymið við KR. Jóhannes Karl Sigursteinsson er þjálfari liðsins en honum til aðstoðar er Ragna Lóa Stefánsdóttir og markmannsþjálfarinn Gísli Þór Einarsson.
Athugasemdir
banner