Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 11. ágúst 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho hrósaði Maguire og skaut á Shaw
Luke Shaw. Einnig á myndinni eru Scott McTominay og Harry Maguire.
Luke Shaw. Einnig á myndinni eru Scott McTominay og Harry Maguire.
Mynd: Getty Images
Fyrir um ári síðan var Jose Mourinho að stýra Manchester United í fyrsta leik tímabilsins gegn Leicester. Í dag var hann í hlutverki sérfræðings þegar Ole Gunnar Solskjær stýrði United til 4-0 sigurs á Chelsea í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Mourinho er sagður hafa viljað fá Harry Maguire frá Leicester síðasta sumar, en hann kom loksins til Man Utd á dögunum á metverði fyrir varnarmann.

Maguire stóð sig mjög vel í fyrsta leiknum og var valinn maður leiksins af Sky Sports. Hann hreif Mourinho.

„Hann átti það skilið að vera maður leiksins, hann var mjög traustur," sagði Mourinho.

„Eins og ég hef alltaf sagt er Lindelöf mjög góður leikmaður. Hann og Maguire geta myndað mjög sterkt miðvarðarpar."

Luke Shaw var valinn leikmaður tímabilsins hjá Manchester United á síðustu leiktíð, en framan af var hann í vandræðum með að fóta sig undir stjórn Mourinho.

Mourinho telur að álagið verði meira á Maguire í vetur vegna Shaw. „Maguire þurfti að koma til hjálpar þegar Shaw var ekki í stöðu, Maguire þarf að læra að hann þarf að gera það mikið fyrir Shaw,"

Annars fékk Mourinho góðar móttökur í endurkomu sinni á Old Trafford eins og sjá má á myndinni hér að neðan.


Athugasemdir
banner