Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 11. ágúst 2019 12:35
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho: Man City, Tottenham, Liverpool og B-lið City geta unnið deildina
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea og Manchester United, er í stuði í setti fyrir leik liðanna í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag en hann er sparkspekingur hjá Sky.

Mourinho stýrði Chelsea svo eftirminnilega frá 2004 til 2007 og svo aftur frá 2013 til 2015. Hann tók við Manchester United svo árið 2016 en var látinn taka poka sinn síðustu jól.

Hann hefur verið að njóta sín í fríinu og verið meðal annars sparkspekingur á HM í Rússlandi en hann var spurður hvaða fjögur lið geta barist um titilinn.

Hann vísaði þó þar í að varamenn Manchester City eru langflestir í heimsklassa og að Pep Guardiola geti stillt upp tveimur frábærum liðum.

„Manchester City, Tottenham, Liverpool og B-lið Manchester City," sagði Mourinho.

Hann telur að Manchester United, Chelsea og Arsenal eigi ekkert erindi í baráttuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner