sun 11. ágúst 2019 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Eiður spjallaði við Lampard og Solskjær
Mynd: Getty Images
Eins og flestir vita þá vann Manchester United 4-0 sigur á Chelsea í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Bergmann voru á Old Trafford í dag að fjalla um leikinn fyrir Síminn Sport.

Eiður Smári er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og þegar hann var upp á sitt besta á leikmannaferlinum spilaði í ensku úrvalsdeildinni með Chelsea.

Tómas Þór Þórðarson, Ritstjóri enska boltans á Símanum, birti skemmtilega mynd á Twitter í kvöld. Þar er Eiður að ræða við Frank Lampard, stjóra Chelsea, og Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United.

Eiður þekkir þá báða mjög vel. Hann spilaði með Lampard hjá Chelsea og spilaði undir stjórn Molde. Annar þeirra var væntanlega sáttari en hinn eftir leikinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner