Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 12. janúar 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fram fær leikmann frá Vængjum Júpiters (Staðfest)
Tumi Guðjónsson og Jón Sveinsson
Tumi Guðjónsson og Jón Sveinsson
Mynd: Heimasíða Fram
Knattspyrnudeild Fram tilkynnti í gær nýjan leikmann en félagið hefur fengið Tuma Guðjónsson frá Vængjum Júpiters.

Tumi, sem er fæddur árið 1999, er uppalinn í Fjölni en hann getur spilað bæði sem miðvörður og bakvörður.

Hann hefur spilað með Vængjum Júpiters frá árinu 2017 og tókst að festa sig í sessi í byrjunarliðinu árið 2018.

Hann lék þá 17 leiki og skoraði 1 mark í 3. deildinni síðasta sumar og vakti þá greinilega athygli margra þjálfara með frammistöðu sinni.

Fram staðfesti í dag að Tumi væri kominn til félagsins en Framarar hafa verið duglegir að styrkja hópinn undanfarið.

Albert Hafsteinsson og Þórir Guðjónsson sömdu við félagið fyrir áramót.

Fram hafnaði í 7. sæti Inkasso-deildarinnar á síðustu leiktíð en ljóst er að liðið ætlar sér meira í sumar.
Athugasemdir
banner
banner