sun 12. maí 2019 14:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kaldhæðnisleg auglýsing fyrir utan Old Trafford
Mynd: Getty Images
Póstsendingaþjónustan DHL er einn af styrktaraðilum Manchester United.

Fyrirtækið er með risastóra auglýsingu sem hangir utan á Old Trafford, heimavelli Rauðu Djöflanna.

Þar sendur á ensku United. Delivered. Red er skrifað með rauðum stöfum til að vísa í rauða litinn á aðalbúningi félagsins.

Á myndinni þar sem textinn stendur er stór mynd af Romelo Lukaku og Alexis Sanchez. Delivered þýðir að einhverju hafi verið skilað.

Að margra mati hefur sérstaklega Alexis Sanchez ekki skilað neinu fyrir félagið og því skondið að hann sé á þessari auglýsingu. Mynd af auglýsingunni má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner