Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   mán 12. júlí 2021 13:08
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Guðni Þór: Gríðarlega svekkjandi
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður illa að tapa leik, það er aldrei gaman að tapa og því miður vorum við undir í dag á móti góðu liði Þróttar." sagði Guðni Þór Einarsson, annar þjálfara Tindastóls eftir 2-0 tap gegn Þrótti á útivelli í gær.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  0 Tindastóll

„Gríðarlega svekkjandi að tapa þessum leik eftir seinasta leik. Við erum búin að ná 4 stigum í röð núna á móti Selfossi og Stjörnunni, við komum í leikinn með gott sjálfstraust. Ég er mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, mér fannst við vera góðar, ná góðum spilköflum og komum í góða sénsa. Það vantaði að reka lokahnykkinn á sóknirnar. Seinni hálfleikinn misstum við aðeins taktinn og markið sem þær skora í byrjun seinni hálfleiks sló okkur aðeins út af laginu."

Murielle Tiernan meiddist í lok fyrri hálfleiks og fer útaf í smá stund áður en hún kemur aftur inná og klárar leikinn. Strax eftir leik heldur hún um öxlina sína í miklum sársauka. Guðni var spurður hvað hefði gerst.

„Hún fer úr axlarlið sýnist mér og spilar sárkvalin seinni hálfleikinn. Hún er algjört hörkutól og reyndi að harka þetta af sér og spila í gegnum meiðslin en núna þarf hún bara að ná bata og vera klár í næsta leik."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner