Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. ágúst 2019 09:30
Magnús Már Einarsson
Dagur Dan lánaður til Kvik Halden (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Mjöndalen, hefur verið lánaður til Kvik Halden í norsku C deildinni.

Dagur Dan fór til Mjöndalen fyrr á þessu ári eftir að hafa leikið með Keflavík í Pepsi-deildinni í fyrra.

Í sumar hefur Dagur verið fimmtán sinnum í leikmannhópi Mjöndalen í norsku úrvalsdeildinni en einungis einu sinni komið inn á.

Félagið hefur nú ákveðið að lána hann til Kvik Halden út tímabilið til að Dagur fái spiltíma.

Kvik Halden er í toppbaráttu í sínum riðli í norsku C-deildinni en liðið er í 3. sæti, tveimur stigum frá 2. sætinu sem gefur rétt til að leika í umspili.

Dagur er 19 ára kant og miðjumaður en hann var á mála hjá Gent í Belgíu áður en hann gekk til liðs við Keflavík vorið 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner