Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. júní 2019 12:28
Elvar Geir Magnússon
Bilic orðinn stjóri West Brom (Staðfest)
Slaven Bilic.
Slaven Bilic.
Mynd: Getty Images
Slaven Bilic hefur gert tveggja ára samning við West Bromwich Albion og er því orðinn stjóri liðsins.

Þessi fimmtugi Króati var rekinn frá West Ham 2017 og var ráðinn til Sádi-Arabíu en entist aðeins í fimm mánuði þar.

Hann tekur við West Brom af Darren Moore sem var rekinn í mars en liðið var þá í Championship-deildinni.

Þjálfarinn Jimmi Shan tók við West Brom til bráðabirgða og kom liðinu í útsláttarkeppnina en þar tapaði liðið gegn Aston Villa í undanúrslitum og verður því áfram í Championship-deildinni.

Bilic stýrði króatíska landsliðinu í sex ár frá 2006 en hann kom liðinu í 8-liða úrslit EM 2008.
Athugasemdir
banner
banner
banner