Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. júlí 2019 18:23
Brynjar Ingi Erluson
Frederik Schram í SonderjyskE (Staðfest)
Frederik Schram er búinn að finna sér lið
Frederik Schram er búinn að finna sér lið
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Íslenski markvörðurinn Frederik Schram er búinn að gera samning við danska félagið SonderjyskE út þetta ár en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.

Frederik er 24 ára gamall markvörður sem var síðast á mála hjá Roskilde í næst efstu deild áður hann ákvað að söðla um.

Hann fór á reynslu hjá Vejle í Danmörku og Shrewsbury Town á Englandi en Shrewsburt samdi ekki við hann vegna fjárhagsörðuleika.

Frederik er núna búinn að gera samning við SonderjyskE sem leikur í efstu deild í Danmörku og er gildir sá samningur út árið.

Eggert Gunnþór Jónsson leikur með liðinu en fyrsti leikur þeirra í deildinni er á morgun gegn Randers.

Frederik á 5 A-landsleiki fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner