Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 13. ágúst 2019 09:36
Magnús Már Einarsson
Perisic til Bayern (Staðfest) - Coutinho líka á leiðinni?
Perisic er mættur í þýska boltann.
Perisic er mættur í þýska boltann.
Mynd: Getty Images
Bayern Munchen hefur fengið króatíska kantmanninn Ivan Perisic á láni frá Inter út tímabilið.

Hinn þrítugi Perisic var sterklega orðaður við Manchester United í fyrrasumar en hann er nú mættur til Bayern. Perisic þekkir til í Þýskalandi því hann spilaði með Wolfsburg áður en hann fór til Inter árið 2015.

Perisic á að berjast við Serge Gnabry og Kingsley Coman um stöðu í byrjunarliði Bayern en hann gæti spilað í fyrstu umferð Bundesligunnar á föstudag.

Samkvæmt fréttum frá Katalóníu er Bayern einnig í viðræðum við Barcelona um að fá Philippe Coutiho á láni.

Coutinho hefur verið orðaður við brottför frá Barcelona í sumar og þær sögur minnka ekki núna þegar Neymar er líklega aftur á leið til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner