Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. ágúst 2019 06:00
Arnar Daði Arnarsson
Jacob Andersen farinn frá Víkingi Ó. (Staðfest)
Jacob Andersen er farinn frá Ólafsvík.
Jacob Andersen er farinn frá Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski framherjinn, Jacob Andersen hefur spilað sinn síðasta leik með Víkingi Ólafsvík því hann hefur gengið í raðir Ringköbing í Danmörku.

Jacob sem er 25 ára gekk í raðir Víkings frá norska félaginu Egersund fyrir tímabilið. Hann lék fimm leiki með Víkingum í Inkasso-deildinni og skoraði í þeim leikjum þrjú mörk.

Jacob hinsvegar meiddist í upphafi móts og hefur því ekkert leikið með liðinu í undanförnum leikjum. Nú er ljóst að hann leikur ekkert meira með liðinu í Inkasso-deildinni og er kominn með leikheimild með danska félaginu, Ringköbing.

Í fyrra skoraði Jacob tvö mörk í þrettán leikjum fyrir Egersund sem leikur í þriðju efstu deild í Noregi.

Víkingur Ólafsvík er í 5. sæti Inkasso-deildarinnar með 24 stig en liðið hefur gert fjögur jafntefli í síðustu fjórum leikjum. Liðið mætir Keflavík í næstu umferð deildarinnar á föstudaginn klukkan 18:00.
Athugasemdir
banner
banner