Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 14. nóvember 2019 21:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni EM: Naumur sigur Frakka - England gerði sjö
Giroud skoraði sigurmarkið gegn Moldóvu úr vítaspyrnu.
Giroud skoraði sigurmarkið gegn Moldóvu úr vítaspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kane skoraði þrennu.
Kane skoraði þrennu.
Mynd: Getty Images
Ronaldo skoraði einnig þrennu.
Ronaldo skoraði einnig þrennu.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir voru í riðli Íslands í undankeppni EM 2020 í kvöld. Ísland og Tyrkland mættust fyrr í kvöld þar sem niðurstaðan var markalaust jafntefli.

Úrslitin í leik Tyrklands og Íslands þýddu það að Tyrkland og Frakkland voru örugg úr H-riðlinum með farseðil á Evrópumótið.

Heimsmeistarar Frakka mættu Moldóvu, liðinu sem Ísland mætir í lokaleik sínum á sunnudag, á heimavelli sínum í París. Frakkar lentu í vandræðum, en þeir náðu að landa 2-1 sigri.

Olivier Giroud gerði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar rúmar 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Frakkar eru á toppi riðilsins fyrir lokaumferðina, en Íslendingar eru í þriðja sætinu með þriggja stiga forystu á Albaníu sem gerði jafntefli gegn Andorra í kvöld á heimavell.

Albanía vann Ísland 4-2 á heimavelli sínum í Elbasan, en niðurstaðan gegn Andorra í kvöld var 2-2 jafntelfi. Heldur betur óvænt úrslit.

England og Tékkland tryggðu sér farseðil á Evrópumótið úr A-riðli. England burstaði Svartfjallaland þar sem Harry Kane skoraði þrennu í fyrri hálfleik. Tékkland vann Kosóvó 2-1.

Þá skoraði Cristiano Ronaldo þrennu fyrir Portúgal í 6-0 sigri á Litháen.

Fyrir lokaumferðina í B-riðli er Úkraína á toppnum og búið að tryggja sig inn á Evrópumótið. Portúgal er í öðru sæti með 14 stig og Serbía í þriðja sæti með 13 stig. Ríkjandi Evrópumeistarar Portúgals sækja Lúxemborg heim í lokaumferð riðilsins á sunnudag.

Hér að neðan eru öll úrslit kvöldsins.
A-riðill:
England 7 - 0 Svartfjallaland
1-0 Alex Oxlade-Chamberlain ('11 )
2-0 Harry Kane ('18 )
3-0 Harry Kane ('24 )
4-0 Marcus Rashford ('30 )
5-0 Harry Kane ('37 )
6-0 Aleksandar Sofranac ('66 , sjálfsmark)
7-0 Tammy Abraham ('84 )

Tékkland 2 - 1 Kosóvó
0-1 Adthe Nuhiu ('50 )
1-1 Alex Kral ('71 )
2-1 Alex Kral ('79 )

B-riðill:
Serbía 3 - 2 Lúxemborg
1-0 Aleksandar Mitrovic ('11 )
2-0 Aleksandar Mitrovic ('43 )
2-1 Ralph Schon ('54 )
3-1 Nemanja Radonjic ('70 )
3-2 David Turpel ('75 )

Portúgal 6 - 0 Litháen
1-0 Cristiano Ronaldo ('7 , víti)
2-0 Cristiano Ronaldo ('22 )
3-0 Pizzi ('52 )
4-0 Goncalo Paciencia ('56 )
5-0 Adrien Silva ('63 )
6-0 Cristiano Ronaldo ('65 )

H-riðill:
Frakkland 2 - 1 Moldóva
0-1 Vadim Rata ('9 )
1-1 Raphael Varane ('35 )
2-1 Olivier Giroud ('77 , víti)

Albanía 2 - 2 Andorra
1-0 Bekim Balaj ('6 )
1-1 Cristian Martinez ('18 )
1-2 Cristian Martinez ('48 )
2-2 Rey Manaj ('55 )

Sjá einnig:
Ísland þarf að fara í umspil (Staðfest)
Athugasemdir
banner
banner
banner