Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 14. nóvember 2019 18:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland þarf að fara í umspil (Staðfest)
Icelandair
Niðurstaðan var markalaust jafntefli í Istanbúl.
Niðurstaðan var markalaust jafntefli í Istanbúl.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tyrkland 0 - 0 Ísland
Lestu nánar um leikinn

Ísland þarf að fara í umspil um að komast á lokakeppni EM 2020 eftir markalaust jafntefli gegn Tyrklandi í kvöld.

Íslendingar þurftu að vinna leikinn til að halda möguleikanum lifandi að komast beint úr riðlinum á EM.

Eins og oft áður í riðlinum, þá voru Tyrkir sterkir varnarlega og fengu Íslendingar ekki mörg góð færi til að skora. Þegar líða fór undir lok leiksins einbeittu Tyrkir sér alfarið að varnarleiknum og að halda marki sínu hreinu.

Besta færi Íslands, og líklega besta færi leiksins, fékk varamaðurinn Hörður Björgvin Magnússon á 82. mínútu. Hann átti þá skalla eftir hornspyrnu Gylfa og björguðu heimamenn í Istanbúl á línu.

Stuttu síðar fékk Guðlaugur Victor Pálsson gott færi á fjærstönginni, en skot hans fór í varnarmann.

Lokatölur 0-0 og ljóst er að Ísland fer ekki áfram úr riðlinum. Tyrkland og Frakkland gera það.

Ísland fer, að öllum líkindum, í umspil í mars og á því enn möguleika á að komast á mótið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner