Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 15. janúar 2019 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerir lítið úr árangri Solskjær - „Þvæla" að mati Carragher
Solskjær hefur unnið fyrstu sex leiki sína með Manchester United.
Solskjær hefur unnið fyrstu sex leiki sína með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Paul Ince.
Paul Ince.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur unnið sex leiki í röð undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, en fyrrum leikmaður United segir að megi ekki lesa of mikið í þessi úrslit.

Paul Ince, sem lék með bæði Manchester United og Liverpool á ferli sínum, segir að hver sem er hefði náð þessum árangri með United eftir að Jose Mourinho var rekinn.

Mourinho var rekinn um miðjan desember og Solskjær var ráðinn út tímabilið.

Solskjær hefur heldur betur farið vel af stað og eftir að hafa unnið fyrstu fimm leikina þá stóðst hann fyrsta stóra prófið gegn Tottenham um síðustu helgi. United vann þar 1-0 með marki frá Marcus Rashford.

Solskjær hefur verið hrósað fyrir að ná því besta út úr leikmönnum eins og Paul Pogba og Marcus Rashford. Ince gerir lítið úr því í samtali við Paddy Power.

„Það hefði ekki getað orðið neitt verra hjá Manchester United áður en Jose Mourinho var rekinn. Það var svart ský yfir félaginu, leikmönnum, stuðningsmönnum og þjálfarateyminu. Það hafði áhrif á frammistöðuna á vellinum," segir Ince.

„Ole kemur inn, vinalegt andlit með jákvæða áru og það virðist sem leikmennirnir séu farnir að leggja sig meira fram fyrir vikið."

„Keðjurnar eru komnar af, en það þýðir ekki að Ole sé rétti maðurinn fyrir starfið. Ég hefði getað komið inn og náð sama árangri, líka Steve Bruce."

„Hver sem er hefði getað komið þarna inn og gert það sem hann hefur gert, það var ekki erfitt að veita leikmönnunum frelsi og laga andrúmsloftið."

Ince segir að United eigi að leita til stjóra eins og Mauricio Pochettino hjá Tottenham.

Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, hefur gagnrýnt Ince fyrir þessi ummæli. „Þetta er algjör þvæla," segir Carragher um ummæli Ince á Sky Sports.

„Hann hefur tekið stórar ákvarðarnir, með því til dæmis að hafa Romelu Lukaku á bekknum. Þegar hann hefur svo sett hann inn á, þá hefur hann haft áhrif á leiki."

„Fólk var að segja að þetta væru auðveldir leikir, en á síðasta tímabili tapaði Mourinho þrisvar gegn nýliðum."

„Solskjær hefur byrjað frábærlega."
Athugasemdir
banner
banner
banner