Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 15. febrúar 2019 10:03
Elvar Geir Magnússon
Harley Willard í Víking Ólafsvík (Staðfest)
Harley Willard í leik með varaliði Southampton árið 2016.
Harley Willard í leik með varaliði Southampton árið 2016.
Mynd: Getty Images
Víkingur Ólafsvík hefur samið við hinn breska Harley Willard um að spila með liðinu í sumar.

Harley, sem verður 22 ára gamall á árinu, er alinn upp í akademíu Arsenal og síðar Southampton en hefur síðan þá spilað með liðum á Englandi, Svíþjóð og í Asíu. Þá á hann leiki að baki með yngri landsliðum Skotlands.

Harley getur spilað sem sókndjarfur miðjumaður og kantmaður en hann kom til Víkings Ó. á reynslu fyrr í febrúar og lék einn leik á Fótbolta.net mótinu. Þar skoraði hann og lagði upp mark.

Harley er væntanlegur aftur til landsins á næstu dögum og ætti að vera orðinn löglegur þegar Víkingur mætir ÍBV þann 23. febrúar.

„Víkingur Ó. býður Harley hjartanlega velkominn til Ólafsvíkur," segir í tilkynningu Ólafsvíkinga en liðið hafnaði í 4. sæti Inkasso-deildarinnar í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner