fös 15. febrúar 2019 17:29
Elvar Geir Magnússon
Noam Emeran til Man Utd (Staðfest)
Noam Emeran með foreldrum sínum.
Noam Emeran með foreldrum sínum.
Mynd: Man Utd
Franski táningurinn Noam Emeran er orðinn leikmaður Manchester United. Þessi sextán ára leikmaður kemur frá Amiens í heimalandinu.

PSG og Juventus vildu einnig fá Emeran en hann valdi Old Trafford og staðfesti samning við United á Instagram síðu sinni.

„Ég ræddi þetta við fjölskyldu mína. Ég tel að Manchester United hafi verið besti kosturinn af þeim sem stóðu mér til boða. Ef Guð vill er þetta byrjunin á nýju ævintýri," segir Emeran.

„Nú er það bara í mínum höndum að ná markmiðum mínum og láta drauma mína rætast."

Þá segir Emeran, sem er vinstri vængmaður en getur einnig leikið miðsvæðis, að Anthony Martial, leikmaður Manchester United, sé fyrirmynd sín.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner