Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. mars 2019 09:17
Elvar Geir Magnússon
Nacho Heras í Leikni (Staðfest)
Nacho Heras.
Nacho Heras.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænski varnarmaðurinn Nacho Heras er genginn í raðir Leiknis í Breiðholti. Leiiknir hafnaði í sjöunda sæti Inkasso-deildarinnar á síðasta tímabili.

Þessi 27 ára leikmaður kemur frá Víkingi Ólafsvík þar sem hann hefur leikið síðustu tvö ár.

Hann lék 20 leiki í Pepsi-deildinni 2018 og svo 20 leiki í Inkasso-deildinni í fyrra en þá skoraði hann tvö mörk.

Á heimasíðu Leiknis kemur fram að hann mæti til landsins 26. mars og því verður hann ekki með gegn Stjörnunni í Lengjubikarnum í kvöld.

„Ignacio Heras Agalda er fæddur árið 1991 í Madrid höfuðborg Spánar. Hann hóf sinn knattspyrnuferil í unglingaliðum Real Madrid en gekk síðar til liðs við nágrannana í Atletico Madrid," segir á heimasíðu Leiknis.

„Nacho er fjölhæfur leikmaður á aftari helming vallarins en hann hefur jafnan leikið sem bakvörður eða miðvörður fyrir lið sín en einnig sem aftasti miðjumaður. Við bjóðum Nacho Heras innilega velkominn í Breiðholtið og óskum honum góðs gengis í Leiknistreyjunni. Viva Espana!"


Leiknir R.

Komnir:
Nacho Heras frá Víkingi Ó.
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson frá KR
Ingólfur Sigurðsson frá KH

Farnir:
Miroslav Zhivkov Pushkarov til Búlgaríu
Ryota Nakamura
Tómas Óli Garðarsson
Trausti Sigurbjörnsson í Aftureldingu

Sjá einnig:
Stebbi Gísla: Verður vonandi raunhæft eftir eitt ár að stefna upp
Athugasemdir
banner
banner