mið 15. maí 2019 22:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Srdjan Rajkovic í GG (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 43 ára gamli Srdjan Rajkovic fékk í dag félagaskipti í GG sem leikur í 4. deild karla.

Rajkó hefur lengi verið á Íslandi. Hann spilaði með KVA 1999 og fór í Fjarðabyggð 2001. Hann var í Fjarðabyggð til 2010 og gekk þá í raðir Þórs. Hann spilaði með Þór til 2013 og spilaði með KA til 2017.

Hanskarnir fóru upp á hillu hjá honum 2017 og fór hann þá í þjálfarateymið hjá KA.

Þegar Túfa yfirgaf KA og tók við sem þjálfari Grindavíkur fylgdi Rajkó honum þangað. Hann er í dag markmannsþjálfari Grindavíkur í Pepsi Max-deildinni.

Hann er búinn að fá félagaskipti yfir til GG sem er í Grindavík og svo virðist sem hanskarnir hjá honum séu komnir af hillunni.

Rajkó á að baki leiki í Pepsi-deildinni fyrir bæði Þór og KA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner