Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 15. júlí 2019 16:30
Arnar Daði Arnarsson
HK/Víkingur kallar Margréti Evu til baka frá Fylki (Staðfest)
Margrét Eva í leik með Fylki.
Margrét Eva í leik með Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
HK/Víkingur hefur kallað Margréti Evu Sigurðardóttur til baka úr láni. Margrét Eva hefur verið á láni hjá Fylki síðan um miðjan maí en hefur nú verið kölluð til baka.

Margrét Eva sem er tvítug hefur verið fastamaður í liði HK/Víkings undanfarin tvö tímabil. Hún lék fjóra leiki með Fylki í Pepsi Max-deildinni og tvo í bikarnum.

Hún hóf tímabilið á varamannabekknum hjá HK/Víkingi en hún á að baki 60 leiki með HK/Víkingi í meistaraflokki og skorað í þeim tvö mörk. Hún á einnig sex unglingalandsleiki að baki fyrir Ísland.

HK/Víkingur og Fylkir eru bæði í mikilli fallbaráttu. HK/Víkingur situr á botni deildarinnar með sex stig á meðan Fylkir er í 8. sæti með sjö stig.

HK/Víkingur heimsækir KR í Pepsi Max-deildinni annað kvöld í fallbaráttuslag.
Athugasemdir
banner
banner
banner