Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. maí 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Coleman rekinn frá Hebei China Fortune (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Chris Coleman hefur verið rekinn frá sem knattspyrnustjóri kínverska félagsins Hebei China Fortune.

Gengi Hebei China Fortune hefur verið slakt undanfarnar vikur og er liðið í næst neðsta sæti kínversku ofurdeildarinnar. Því var tekin ákvörðun um að reka Coleman.

Coleman tók við liðinu í fyrra af Manuel Pellegrini, sem tók þá við West Ham.

Coleman er 48 ára gamall og frá Wales. Hann er fyrrum landsliðsþjálfari Wales en hann hefur einnig stýrt félagsliðum á borð við Fulham, Real Sociedad og Sunderland.

Hann er í stóru hlutverki í þáttunum Sunderland 'Til I Die sem má finna á Netflix.
Athugasemdir
banner
banner
banner