Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. júní 2019 15:29
Ívan Guðjón Baldursson
Sarri til Juventus (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Ítalíumeistarar Juventus eru búnir að staðfesta ráðningu Maurizio Sarri. Hann tekur við stöðu aðalþjálfara af Massimiliano Allegri sem vann ítölsku deildina fimm ár í röð hjá Juve og bikarinn fjögur ár í röð.

Sarri gerði góða hluti með Empoli og Napoli áður en hann var fenginn til Chelsea í fyrra. Hann náði fínum árangri í London, endaði í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar, komst í úrslitaleik deildabikarsins og vann Evrópudeildina eftir frábæran sigur á erkifjendunum í Arsenal.

Þrátt fyrir árangurinn vildi Chelsea losna við hann og voru starfslok hans staðfest fyrr í dag.

Sarri er 60 ára gamall og var Evrópudeildin hans fyrsti stóri titill á ferlinum. Áður hafði hann unnið Serie D bikarinn með Sansovino árið 2003.

Hjá Juventus verða gerðar miklar kröfur á titla en félagið býst við að vinna ítölsku deildina og bikarinn. Juve hefur lagt gríðarlega mikið púður í Meistaradeildina undanfarin ár og tapaði tvisvar í úrslitum undir Allegri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner