Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. júlí 2019 19:29
Brynjar Ingi Erluson
Björn Engels til Aston Villa (Staðfest)
Bjorn Engels er mættur til Birmingham-borgar
Bjorn Engels er mættur til Birmingham-borgar
Mynd: Twitter
Aston Villa hefur gengið frá kaupunum á belgíska varnarmanninum Bjorn Engels frá Reims. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Engels er 24 ára gamall miðvörður og uppalinn hjá Club Brugge áður en hann var seldur til Olympiakos árið 2017.

Honum gekk illa að finna sig í Grikklandi og var lánaður til franska liðsins Reims á síðustu leiktíð áður en Reims festi kaup á honum í byrjun sumars.

Hann tók stutt stopp hjá Reims því nú hefur enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa fest kaup á honum og gerir hann langtímasamning við félagið.

Engels var með það skrifað í samningnum sínum að ef enskt úrvalsdeildarfélag myndi bjóða sanngjarna upphæð í hann þá yrði Reims að samþykkja boðið.

Aston Villa er búið að fá Wesley, Matt Targett, Ezri Konsa, Anwar El Ghazi, Jota og Kortney Hause í sumar.
Athugasemdir
banner
banner