Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 16. júlí 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Ravel Morrison til Sheffield United (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Nýliðar Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni hafa gengið frá eins árs samningi við miðjumanninn Ravel Morrison.

Morrison hefur verið á reynslu hjá Sheffield United að undanförnu og hann hefur nú samið við félagið.

Morrison er 27 ára gamall en hann ólst upp hjá Manchester United.

Hann hefur átt erfitt með að festa rætur og hefur síðan árið 2012 spilað með sjö félögum en þar má nefna West Ham, Cardiff City, Lazio og QPR.

Síðast var Morrison hjá Östersund í Svíþjóð en hann spilaði sex leiki í sænsku úrvalsdeildinni áður en samningi hans var rift á dögunum.

Athugasemdir
banner
banner