Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 16. desember 2017 08:15
Ingólfur Stefánsson
Guðni Bergs: Vona að miðarnir verði fleiri
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mikið skipulagsstarf framundan og það er spennandi og skemmtilegt fyrir okkur að takast á við það," segir Guðni Bergsson formaður KSÍ um undirbúning íslenska karlalandsliðsins fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar.

Guðni var staddur á drættinum þegar Ísland var dregið í riðil með Argentínu, Nígeríu og Króatíu.

„Þetta fór vel fram og var stórt í sniðum. Það var gaman að hitta nokkra fyrrum félaga og upplifa þetta með okkur sem eitt af þessum liðum í pottinum."

„Riðillinn er auðvitað erfiður en líka mjög áhugaverður, skemmtilegur og spennandi. Ég hlakka mikið til sumarsins,"
sagði Guðni.

Íslendingar vöktu mikla athygli á Evrópumótinu árið 2016 og taka nú í fyrsta skipti þátt í Heimsmeistarakeppninni.

„Þetta setur okkur í hóp þessara sterkustu liða og hefur vakið heimsathygli. Við erum að njóta þess en á sama tíma horfum við á verkefnið framundan og ætlum okkur að gera vel."

Guðni segir að það sé reynsla til staðar innan KSÍ til að takast á við það stóra verkefni sem framundan er.

Íslendingar eru margir óvissir um að ná miða á fyrsta leik Íslands á mótinu sem verður gegn Argentínu í Moskvu. KSÍ hefur verið úthlutað 3200 miðum fyrir íslenska stuðningsmenn. Guðni vonast til þess að miðarnir verði fleiri.

„Við höfum skrifað til FIFA ,eins og fleiri þjóðir, og vildum gjarnan fá fleiri miða. Þetta verður að koma í ljós en ég vona auðvitað að miðarnir verði fleiri og við munum gera allt okkar til þess að svo verði."

Nánar er rætt við Guðna í spilaranum hér að ofan þar sem hann talar meðal annars um ferð landsliðsins til Indónesíu og öryggismál í Rússlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner