Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 17. júlí 2019 20:02
Arnar Daði Arnarsson
Jóhannes Karl tekur við KR (Staðfest)
Jóhannes Karl.
Jóhannes Karl.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Sigursteinsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KR í Pepsi Max-deildinni. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu frá KR sem send var út rétt í þessu.

Jóhannes Karl tekur við liðinu af Bojana Besic sem sagði af sér í byrjun mánaðarins en hún hafði stýrt liðinu frá október 2017. Ragna Lóa Stefánsdóttir sem hefur verið aðstoðarþjálfari KR í sumar stýrði liðinu til sigurs í síðustu tveimur leikjum.

Jóhannes Karl þjálfaði síðast lið HK/Víkings til sigurs 1. deildinni sumarið 2017 en eftir tímabilið ákvað hann að hætta með liðið. Hann er því að koma til baka í meistaraflokksþjálfun eftir tæplega tveggja ára fjarveru.

KR er í 5. sæti deildarinnar með 10 stig en liðið hefur unnið tvo leiki í röð. Fyrsti leikur KR undir stjórn Jóhannesar verður gegn Val í 11. umferðinni, þriðjudaginn í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner