banner
   lau 18. janúar 2020 10:22
Brynjar Ingi Erluson
Samúel Kári til Paderborn (Staðfest)
Samúel Kári Friðjónsson með treyju Paderborn
Samúel Kári Friðjónsson með treyju Paderborn
Mynd: Heimasíða Paderborn
Þýska félagið Paderborn festi í dag kaup á íslenska landsliðsmanninum Samúel Kára Friðjónssyni frá norska félaginu Vålerenga. Þetta kemur fram á heimasíðu Paderborn.

Samúel, sem er 23 ára gamall, er uppalinn í Keflavík en fór árið 2013 til enska félagsins Reading.

Hann eyddi þremur árum hjá Reading áður en hann hélt til Noregs og gekk til liðs við Vålerenga.

Hann var lánaður frá Vålerenga til Viking fyrir síðasta tímabil þar sem hann var lykilmaður en liðið varð norskur bikarmeistari með hann innanborðs.

Samúel hefur þá átt fast sæti í íslenska landsliðshópnum en hann er nú genginn í raðir Paderborn í Þýskalandi. Hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við félagið. Samúel átti upphaflega að vera í íslenska landsliðshópnum sem átti að spila við Kanada og El Salvador en dró sig út úr hópnum til að ganga frá félagaskiptum til Paderborn.



Paderborn leikur í efstu deild í Þýskalandi en liðið er í neðsta sæti deildarinnar með 12 stig eftir 17 leiki.
Athugasemdir
banner
banner