lau 18. maí 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Átta skiptu yfir í Vængi Júpíters (Staðfest)
Mynd: Vængir Júpiters - Twitter
Félagsskiptaglugganum var lokað á miðnætti á miðvikudagskvöldið. Vængir Júpíters sem leikur í 3. deild karla styrktu sig með nokkrum leikmönnum á miðvikudaginn.

Atli Fannar Hauksson og Helgi Snær Agnarsson komu á láni frá Fjölni. Helgi spilaði fyrstu tvo deildarleikina fyrir Fjölni í Inkasso deildinni og leik liðsins í 32-liða úrslitum bikarsins.

Sigfús Kjalar Árnason kemur á láni frá Aftureldingu og þaðan skiptir einnig Magnús Haukur Harðarson.

Hróðmar Hafsteinn Stefánsson og Eyþór Andrason koma frá Víkingi Reykjavík. Þá kemur Andri Björn Sigurðsson frá Ægi og Arnór Daði Gunnasson frá Tindastóli.

Arnór Daði, Helgi Snær og Sigfús Kjalar léku leik Vængja Júpíters gegn Kórdrengjum á miðvikudaginn. Kórdrengir unnu þann leik en Vængir unnu Hött/Huginn í 2. umferð og hafa þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Vængir mæta næst KH á fimmtudaginn 23. maí.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner