Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. júní 2022 11:44
Brynjar Ingi Erluson
Özil íhugar að hætta í fótbolta og gerast atvinnumaður í Fortnite
Mesut Özil
Mesut Özil
Mynd: Getty Images
Þýski sóknartengiliðurinn Mesut Özil er alvarlega að íhuga framtíð sína í fótbolta og gæti hann lagt skóna á hilluna eftir vonbrigðaár í Tyrklandi.

Özil fékk sig lausan frá Arsenal á síðasta ári eftir að hafa verið í frystikistunni hjá Mikel Arteta.

Hann hélt til Tyrklands og gekk í raðir Fenerbahce en það ævintýri gekk þó ekki eins og í sögu. Özil náði sér aldrei á strik og sagði Jorge Jesus, þjálfari liðsins, að Özil myndi ekki spila aftur fyrir félagið.

Nú er Özil að íhuga næstu skref ferilsins en það eru ágætis líkur á því að hann kalli þetta gott og leggi skóna á hilluna. Hann sér fyrir sér framtíð í rafíþróttum, en hann er stofnandi M10-liðsins, sem keppir í FIFA og Fortnite.

„Hann mun færa sig meira inn í rafíþróttaheiminn, spila sjálfur og jafnvel gerast atvinnumaður í greininni," sagði Erkut Sogut, umboðsmaður leikmannsins við Telegraph.

„Hann er rosalega góður í Fortnite, svona ef ég á að vera hreinskilinn og það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi keppa í rafíþróttum í framtíðinni," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner