fim 18. júlí 2019 07:49
Magnús Már Einarsson
De Ligt til Juventus (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Juventus hefur keypt varnarmanninn Matthijs De Ligt frá Ajax á 75 milljónir evra eða 67,5 milljónir punda.

Hinn 19 ára gamli De Ligt skrifaði undir fimm ára samning við ítölsku meistarana en Manchester United, Barcelona og PSG sýndu honum einnig áhuga eftir magnaða frammistöðu með Ajax á síðasta tímabili.

Juventus mun skipta greiðslunni á kaupverðinu niður á fimm ár og að auki gætu bæst við 10,5 milljónir evra (9 milljónir punda) í bónusa.

De Ligt hefur spilað með aðalliði Ajax síðan 2016 en hann var lykilmaður þegar liðið fór í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili.

De Ligt er í hollenska landsliðinu en hann spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2017.

Athugasemdir
banner
banner
banner