Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   mán 18. júlí 2022 23:37
Brynjar Ingi Erluson
Áslaug Munda: Mjög skrítinn leikur og aldrei áður lent í þessu
Icelandair
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var að klára sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu. Það var súrsæt tilfinning að tapa ekki leik, en stelpurnar eru auðvitað svekktar með að fara heim af mótinu.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Frakkland

Íslenska landsliðskonan kom við sögu í tveimur leikjum Íslands á Evrópumótinu, þar sem hún kom inná sem varamaður fyrir Hallberu Guðnýju Gísladóttir.

Liðið gerði þrjú jafntefli í riðlakeppninni en stærsta stigið var sennilega gegn Frökkum í kvöld.

Ísland fékk vítaspyrnu þegar búið var að flauta leikinn af. Dómari leiksins skoðaði mögulegt brot á Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í VAR og ákvað að dæma vítaspyrnu. Dagný Brynjarsdóttir skoraði úr spyrnunni áður en leikurinn var flautaður af.

„Þetta var mikill rússíbani. Mér fannst hörkubarátta og fann að okkur langaði að skora og okkur langaði áfram. Það sást inni á vellinum og orkan var mikil."

„Ég hefði viljað auka 30 sekúndur til að setja aukamark og klára þetta."

„Þetta er mjög skrítinn leikur og aldrei lent í þessu. Að fá þetta í andlitið og svo er þetta tekið til baka, vonin lifir og síðan aftur sem víti. Ég er ekki vön þessu en þetta gaf okkur alveg mikla von og hjálpaði okkur,"
sagði Áslaug Munda.

Hún segir að stelpurnar hafi ekki fengið að vita stöðuna úr hinum leiknum, en Sandra Sigurðardóttir, markvörður landsliðsins, viðurkenndi reyndar í viðtali við Fótbolta.net í kvöld að Þorsteinn Halldórsson hafi látið þær vita að þær þyrftu tvö mörk.

„Nei, við vorum að einbeita okkur að þessum leik og ætluðum að klára hann. Það kæmi svo bara í ljós hvernig hinn leikurinn færi."

„Ég vissi það ekki fyrr en ég sá andlitin á öllum þegar þau löbbuðu inn á eftir leik,"
sagði Áslaug þegar hún komst að því að Ísland væri úr leik.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner