Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mán 18. júlí 2022 23:37
Brynjar Ingi Erluson
Áslaug Munda: Mjög skrítinn leikur og aldrei áður lent í þessu
Icelandair
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var að klára sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu. Það var súrsæt tilfinning að tapa ekki leik, en stelpurnar eru auðvitað svekktar með að fara heim af mótinu.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Frakkland

Íslenska landsliðskonan kom við sögu í tveimur leikjum Íslands á Evrópumótinu, þar sem hún kom inná sem varamaður fyrir Hallberu Guðnýju Gísladóttir.

Liðið gerði þrjú jafntefli í riðlakeppninni en stærsta stigið var sennilega gegn Frökkum í kvöld.

Ísland fékk vítaspyrnu þegar búið var að flauta leikinn af. Dómari leiksins skoðaði mögulegt brot á Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í VAR og ákvað að dæma vítaspyrnu. Dagný Brynjarsdóttir skoraði úr spyrnunni áður en leikurinn var flautaður af.

„Þetta var mikill rússíbani. Mér fannst hörkubarátta og fann að okkur langaði að skora og okkur langaði áfram. Það sást inni á vellinum og orkan var mikil."

„Ég hefði viljað auka 30 sekúndur til að setja aukamark og klára þetta."

„Þetta er mjög skrítinn leikur og aldrei lent í þessu. Að fá þetta í andlitið og svo er þetta tekið til baka, vonin lifir og síðan aftur sem víti. Ég er ekki vön þessu en þetta gaf okkur alveg mikla von og hjálpaði okkur,"
sagði Áslaug Munda.

Hún segir að stelpurnar hafi ekki fengið að vita stöðuna úr hinum leiknum, en Sandra Sigurðardóttir, markvörður landsliðsins, viðurkenndi reyndar í viðtali við Fótbolta.net í kvöld að Þorsteinn Halldórsson hafi látið þær vita að þær þyrftu tvö mörk.

„Nei, við vorum að einbeita okkur að þessum leik og ætluðum að klára hann. Það kæmi svo bara í ljós hvernig hinn leikurinn færi."

„Ég vissi það ekki fyrr en ég sá andlitin á öllum þegar þau löbbuðu inn á eftir leik,"
sagði Áslaug þegar hún komst að því að Ísland væri úr leik.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner