Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 18. desember 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Tölfræðin sem sýnir fall Mourinho með Manchester United
Mourinho hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði.
Mourinho hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var í morgun rekinn frá Manchester United eftir dapurt gengi á tímabilinu. Manchester United hefur einungis unnið sjö af sautján leikjum sínum á tímabilinu og situr í 6. sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Stuðningsmenn United voru orðnir þreyttir á Mourinho en hér að neðan má sjá tölfræði sem sýnir slæmt gengi liðsins á tímabilinu.



* Manchester United hefur ekki verið með færri stig eftir 17 umferðir síðan árið 1990.

* Liverpool átti 36 skot að marki gegn Manchester United um síðustu helgi. Það eru flest skot sem United hefur fengið á sig síðan tölfræðin í ensku úrvalsdeildinni var fyrst tekin opinberlega saman árið 2003.

* Manchester United hefur fengið 29 mörk á sig í 17 leikjum á tímabilinu en það er marki meira en á öllu síðasta tímabili.

* Vörn Manchester United hefur ekki fengið fleiri mörk á sig á þessu stigi tímabilsins síðan 1962.

* Andstæðingar Manchester United hafa hlaupið meira í öllum leikjum á tímabilinu. Leikmenn Tottenham náðu að hlaupa 10,2 kílómetrum meira í 3-0 sigri á United á Old Trafford í ágúst.

* Fulham (0) er eina liðið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur haldið sjaldnar hreinu en United (2) á þessu tímabili.

* Joe Hart (72), Lukasz Fabianski (66) og Neil Etheridge (62) eru einu markverðirnir sem hafa varið meira en David de Gea (61) á tímabilinu.

* Manchester United skoraði 1,62 mörk að meðaltali í leik í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Jose Mourinho en undir stjórn David Moyes skoraði liði 1,65 mörk að meðaltali í leik.

* Manchester United hefur fengið fleiri skot (237) á sig á þessu tímabili en bæði Huddersfield (208) og Cardiff (232)

* Romelu Lukaku (12) og Anthony Matial (10) eru einu leikmenn Manchester United sem hafa skorað tíu mörk eða fleiri í ensku úrvalsdeildinni allt árið 2018.

* Manchester City (234) hefur skorað 83 mörkum meira en Manchester United (151) í 93 leikjum í ensku úrvalsdeildinni síðan Jose Mourinho og Pep Guardiola tóku við liðunum.

* Mourinho tapaði 29 af 144 leikjum sem stjóri United. Það er það mesta á ferli hans.

* Liverpool hefur verið lengur á toppnum í ensku úrvalsdeildinni (60 dagar) heldur en United (45 dagar) síðan Mourinho var ráðinn árið 2016.

Sjá einnig:
Mourinho rekinn frá Manchester United (Staðfest)
Carrick stýrir æfingum næstu dagana
Nýr stjóri tekur við Man Utd í dag eða á morgun
Twitter um Mourinho - Ég kemst í hátíðarskap
Neville vill að Pochettino taki við Manchester United
Mourinho fær rosalegan starfslokasamning
Pogba birti mynd eftir Mourinho frétt - Eyddi henni strax
Carrick og Zidane líklegastir til Man Utd samkvæmt veðbönkum
Álitsgjafar svara - Hver á að taka við Manchester United?
Athugasemdir
banner
banner
banner