Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 18. desember 2018 10:01
Magnús Már Einarsson
Carrick stýrir æfingum næstu dagana
Michael Carrick mun stýra æfingum Manchester United í dag og á morgun eftir að Jose Mourinho var rekinn úr starfi í dag. Manchester United ætlar að ráða tímabundinn stjóra út tímabilið í dag eða á morgun.

„Tímabundinn stjóri tekur við út tímabilið á meðan félagið fer í ítarlegt ráðningarferli fyrir nýjan stjóra," sagði Manchester United í dag.

Carrick lagði skóna á hilluna síðastliðið vor eftir farsælan þrettán ára feril hjá Manchester United en hann hefur verið í þjálfaraliðinu hjá Mourinho á þessu tímabili.

Manchester United er í 6. sæti í ensku úrvalsdeildinni en liðið hefur einungis unnið sjö af fyrstu sautján leikjum tímabilsins. Um er að ræða verstu byrjun Manchester United síðan tímabilið 1990/1991.

Næsti leikur Manchester United er gegn Cardiff á útivelli á laugardaginn.

Uppfært 10:10: Upphaflega sagði Sky Sports að Carrick yrði ráðinn stjóri út tímabilið. Sky Sports hefur nú leiðrétt þá frétt sína.
Athugasemdir
banner
banner