Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 18. desember 2018 09:50
Magnús Már Einarsson
Mourinho rekinn frá Manchester United (Staðfest)
Nýr stjóri tekur við út tímabilið
Búið spil.
Búið spil.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur verið rekinn úr starfi en þetta var staðfest nú rétt í þessu.

Mourinho hefur legið undir mikilli gagnrýni á tímabilinu og eftir 3-1 tap gegn Liverpool í fyrradag hefur stjórn Manchester United ákveðið að reka hann.

„Við viljum þakka honum fyrir hans vinnu hjá Manchester United og óskum honum góðs gengis í framtíðinni," segir í yfirlýsingu frá Manchester United í dag.

„Tímabundinn stjóri tekur við út tímabilið á meðan félagið fer í ítarlegt ráðningarferli fyrir nýjan stjóra."

Næsti leikur liðsins er gegn Cardiff á laugardaginn.

Mourinho tók við Manchester United af Louis van Gaal sumarið 2015. Á fyrsta ári hans hjá Manchester United vann liðið Evrópudeildina og enska deildabikarinn,

Síðan þá hefur hallað undan fæti en á þessu tímabili hefur United einungis unnið sjö af sautján deildarleikjum og liðið situr í 6. sæti í ensku úrvalsdeildinni í augnablikinu. Mourinho stýrði Manchester United í 144 leikjum en liðið vann 84 af þeim, gerði 32 jafntefli og tapaði 28.

Í gær voru nákvæmlega þrjú ár síðan að Mourinho var rekinn frá Chelsea eftir erfiða byrjun á tímabilinu en hann hafði gert liðið að meisturum hálfu ári áður.

Mourinho er 55 ára gamall en hann hefur meðal annars áður stýrt Chelsea, Real Madrid og Inter.


Sjá einnig:
Mourinho rekinn frá Manchester United (Staðfest)
Carrick stýrir æfingum næstu dagana
Nýr stjóri tekur við Man Utd í dag eða á morgun
Twitter um Mourinho - Ég kemst í hátíðarskap
Neville vill að Pochettino taki við Manchester United
Mourinho fær rosalegan starfslokasamning
Pogba birti mynd eftir Mourinho frétt - Eyddi henni strax
Carrick og Zidane líklegastir til Man Utd samkvæmt veðbönkum
Álitsgjafar svara - Hver á að taka við Manchester United?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner