Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. júlí 2019 15:01
Brynjar Ingi Erluson
Josep Diez í Aftureldingu (Staðfest) - Esteve á förum
Esteve Monterde er á förum frá Aftureldingu
Esteve Monterde er á förum frá Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild Aftureldingar tilkynnti í dag komu spænska miðjumannsins Josep Diez en hann gerir samning út tímabilið. Esteve Monterde er hins vegar á förum.

Diez er 24 ára gamall og kemur á frjálsri sölu en hann var síðast á mála hjá Vilafranca í spænsku D-deildinni.

Hann gerir samning út tímabilið en hann leystir Esteve Monterde af hólmi.

Esteve kom til Aftureldingar fyrir tímabilið og hefur spilað sjö leiki en hann er að semja við spænskt félag og er því á förum.

Afturelding er í botnbaráttunni í Inkasso-deildinni en liðið er með 10 stig í næst neðsta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner