fös 19. júlí 2019 14:30
Brynjar Ingi Erluson
Kenneth Zohore í WBA (Staðfest)
Kenneth Zohore og Aron Einar Gunnarsson eru báðir farnir frá Cardiff City
Kenneth Zohore og Aron Einar Gunnarsson eru báðir farnir frá Cardiff City
Mynd: Getty Images
Enska B-deildarliðið WBA hefur fest kaup á danska framherjanum Kenneth Zohore frá Cardiff City.

Zohore er 25 ára gamall framherji og þótti gríðarlegt efni á sínum tíma en hann ólst upp hjá FCK í Danmörku áður en hann var seldur til Fiorentina á Ítalíu.

Hann náði aldrei að finna sig hjá Fiorentina og var leystur undan samningi árið 2015. Hann var lánaður til Cardiff frá belgíska liðinu KV Kortrijk í byrjun árs 2016 og ákvað velska liðið að festa kaup á honum um sumar.

Zohore er nú genginn í raðir WBA en kaupverðið er 8 milljónir punda og gerir hann fjögurra ára samning.

Hann spilaði 101 leik og skoraði 24 mörk fyrir Cardiff City.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner