Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. janúar 2019 20:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Versti skiptidíll sögunnar?
Mynd: Getty Images
Sanchez hefur engan veginn staðist væntingar hjá United.
Sanchez hefur engan veginn staðist væntingar hjá United.
Mynd: Getty Images
Mkhitaryan á erfitt með að halda stöðugleika.
Mkhitaryan á erfitt með að halda stöðugleika.
Mynd: Getty Images
Chris Wheatley, penni á Goal.com, kastar því fram í dag að skiptidíll Arsenal og Manchester United fyrir ári síðan sé mesti vonbrigðarskiptidíll sögunnar.

Manchester United birti í dag tíst þar sem greint er frá því að ár er liðið frá því Alexis Sanchez gekk í raðir United og Henrikh Mkhitaryan fór í hina áttina til Arsenal.


Viðbrögðin við tístinu voru í þessa áttina:

„Get ekki beðið eftir að hann spili sinn fyrsta leik," skrifaði einn - „Hvenær mun hann byrja að spila," skrifaði annar og „Verð að viðurkenna að það besta sem hann hefur gert fyrir Man Utd var að spila á píanóið," skrifaði þriðji gagnrýnandinn og átti þar við þegar Sanchez lék á píanó er hann var kynntur sem leikmaður félagsins.

Það er mögulega það eftirminnilegasta sem Sanchez hefur gert sem leikmaður Manchester United.

Hann hefur aðeins skorað fjögur mörk og lagt upp níu í 32 leikjum fyrir félagið, en eftir allt það sem hann gerði fyrir Arsenal eru það mikil vonbrigði fyrir Man Utd.

Mkhitaryan hefur gert aðeins betur en Sanchez, og skorað fimm mörk og lagt upp níu í jafnmörgum leikjum fyrir Arsenal.

Mkhitaryan byrjaði mjög vel fyrir Arsenal, en hefur átt erfitt með að halda stöðugleika. Hann hefur lítið sýnt á þessu tímabili, en er í augnablikinu frá vegna meiðsla. Sanchez hefur líka verið að glíma meiðsli að undanförnu.

„Það sem er ljóst - einu ári síðar - er að hvorugt félag hefur notið góðs af skiptidílnum. Það sama má segja um leikmennina báða, nema þá fjárhagslega þar sem Alexis er á risalaunum. Báðir leikmenn eru nýorðnir þrítugir og þurfa að fara að sanna gildi sitt," skrifar Wheatley í lokaorðum sínum.

Næstkomandi föstudagskvöld mætast Arsenal og United í FA-bikarnum. Líklegt er að Sanchez spili í þeim leik, en Mkhityaran er enn frá vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner