Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. apríl 2019 08:50
Elvar Geir Magnússon
Hávaðarifrildi í klefa Man Utd
Það voru læti í klefanum!
Það voru læti í klefanum!
Mynd: Getty Images
Daily Mail segir að reiðir leikmenn Manchester United hafi kennt hvor öðrum um eftir 4-0 niðurlægjandi tapið gegn Everton um helgina.

Ole Gunnar Solskjær hélt liðinu inni í klefa í meira en hálftíma áður en hann fór á fréttamannafund og bað stuðningsmenn formlega afsökunar á frammistöðunni.

Eftir að Solskjær fór úr klefanum skapaðist þar hávaðarifrildi og heyrðust lætin vel fram á gang.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum þá hreinsaði Solskjær andrúmsloftið á æfingasvæðinu í gær og fundaði með leikmönnum.

Manchester United, sem mætir grönnum sínum í City í grannaslag annað kvöld, hefur tapað sex af síðustu átta leikjum.

„Það gekk ekkert upp hjá okkur og það sem skiptir mestu er hugarfar okkar á vellinum. Það verður að breytast og við leyfðum stjóranum að tala í klefanum eftir leik og þetta var okkur ekki til framdráttar," sagði miðjumaðurinn Paul Pogba við fjölmiðla.

„Þetta var vanvirðing gegn liðsfélögum okkar, þjálfaraliðinu, fólkinu, búningastjóranum og í raun öllum sem koma að félaginu og það sem við gerðum á vellinum um leið skyggðum við á gleði fjölda fólks og við erum við ekkert sérstaklega ánægðir með okkur eftir þennan leik en við verðum að bregðast við þessu."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner