Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. janúar 2020 15:24
Ívan Guðjón Baldursson
Lazaro kominn til Newcastle (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Newcastle er búið að staðfesta komu austurríska kantmannsins Valentino Lazaro á lánssamningi út tímabilið.

Talið er að Newcastle greiði 1,5 milljón evra til Inter fyrir lánið auk þess að borga full laun. Í samningi Lazaro er kaupmöguleiki sem er talinn nema rúmlega 20 milljónum evra.

Lazaro á 26 landsleiki að baki fyrir Austurríki þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gamall. Hann ólst upp hjá Salzburg og lék fyrir Hertha Berlin í tvö ár áður en hann var keyptur til Inter síðasta sumar.

Lazaro kostaði Inter rúmlega 20 milljónir og vill félagið fá sömu upphæð fyrir að selja hann. Lazaro hentaði ekki í 3-5-2 leikkerfi Antonio Conte, þjálfara Inter, sem er búinn að krækja í Victor Moses og Ashley Young í janúarglugganum.


Athugasemdir
banner
banner