Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 24. ágúst 2019 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið ÍA og ÍBV: Tryggvi Hrafn og Viktor koma inn
Tryggvi Hrafn kemur aftur inn í liðið.
Tryggvi Hrafn kemur aftur inn í liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA og ÍBV eigast við í Pepsi Max deild karla á Akranesi. Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir bæði lið en Skagamenn verða að vinna þennan leik til að skjóta sér aðeins frá fallpakkanum eftir að hafa sogast niður í hann undanfarnar vikur.

Eyjamenn hinsvegar fá (Staðfest) svigann við fall sitt niður í Inkasso deildina ef þeir tapa hér í dag.

Jóhannes Karl Guðjónsson gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu sem tapaði fyrir Stjörnunni í síðustu umferð.

Óttar Bjarni Guðmundsson kemur nin í vörnina fyrir Arnór Snæ Guðmundsson og þá eru Einar Logi Einarsson og Sindri Snær Magnússon einnig í byrjunarliðinu.

Viktor Jónsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson koma aftur inn í liðið ásamt Lars Marcus Johannsson.

Gestirnir frá Eyjum gera tvær breytingar á liðinu sem náði jafntefli gegn KA í síðustu umferð.

Benjamin Prah kemur inn í byrjunarliðið fyrir Jonathan Glenn og þá kemur Sigurður Arnar Magnússon aftur inn í liðið í stað Óskars Elíasar Zoega.

Byrjunarlið ÍA:
12. Árni Snær Ólafsson (m) (f)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson
5. Einar Logi Einarsson
7. Sindri Snær Magnússon
9. Viktor Jónsson
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
17. Gonzalo Zamorano Leon
18. Stefán Teitur Þórðarson
21. Aron Kristófer Lárusson
93. Lars Marcus Johansson

Byrjunarlið ÍBV:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
8. Priestley David Keithly
18. Oran Egypt Jackson
19. Benjamin Prah
20. Telmo Ferreira Castanheira
26. Felix Örn Friðriksson
38. Víðir Þorvarðarson (f)
77. Jonathan Ian Franks
80. Gary John Martin
92. Diogo Manuel Goncalves Coelho
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner