banner
   lau 25. janúar 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Udinese fær Zeegelaar frá Watford (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Udinese er búið að festa kaup á Marvin Zeegelaar, hollenskum vinstri bakverði sem getur einnig leikið á kantinum.

Zeegelaar, sem er 29 ára, var keyptur til Watford sumarið 2017 en spilaði aðeins tólf deildarleiki fyrir félagið áður en hann var lánaður til Udinese í janúar í fyrra.

Hann stóð sig þokkalega í ítölsku deildinni og hefur Udinese nú ákveðið að ganga frá kaupunum. Það hefur auðveldað fyrir skiptunum að félögin eru bæði í eigu ítölsku Pozzo fjölskyldunnar.

Zeegelaar braust í sviðsljósið í portúgölsku deildinni þar sem hann spilaði fyrst fyrir Rio Ave og síðar Sporting. Hann hafði áður spilað nokkra leiki fyrir Ajax, Excelsior, Elazigspor og Blackpool.

Udinese er statt um miðja deild, níu stigum fyrir ofan fallsæti og sjö stigum frá Evrópusæti.
Athugasemdir
banner
banner