Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 26. maí 2019 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kompany fær Simon Davies til Anderlecht (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, var ráðinn sem spilandi þjálfari Anderlecht á dögunum og er að reyna að sannfæra nokkra úr starfsteymi Man City að koma yfir til Belgíu með sér.

Simon Davies, yfirþjálfari unglingastarfsins hjá Man City, er búinn að samþykkja slíkt tilboð og mun hefja störf sem yfirþjálfari hjá Anderlecht í sumar.

Davies, sem var eitt sinn leikmaður Manchester United, er búinn að skrifa undir samning við belgíska félagið sem gildir til 2022.

Kompany er einnig búinn að fá Floribert Ngalula, fyrrverandi leikmann unglingaliðs Man Utd, til félagsins og er að reyna að krækja í gagnasérfræðing frá Man City.
Athugasemdir
banner
banner