Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. ágúst 2021 11:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þjálfarabreytingar yfirvofandi í Garðabæ og Árbæ?
Toddi Örlygs.
Toddi Örlygs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarar Fylkis, Ólafur Stígsson og Atli Sveinn Þórarinsson.
Þjálfarar Fylkis, Ólafur Stígsson og Atli Sveinn Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rætt var um mögulegar þjálfarabreytingar í Garðabæ og Árbæ í Mín skoðun í gær. Valtýr Björn Valtýsson, umsjónarmaður þáttarins, sagðist hafa heyrt tvær krummasögur.

Valtýr sagðist hafa heyrt að Stjarnan ætli sér að skipta um þjálfara, Þorvaldur Örlygsson þjálfari liðsins, verði ekki áfram eftir þetta tímabil.

„Það eru tvö nöfn á borðinu. Annar maðurinn heitir Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, og hinn heitir Arnar Grétarsson, þjálfari KA," sagði Valtýr í þættinum og sagðist hafa heyrt þetta frá tveimur aðilum.

„Brynjar er búinn að sýna það með HK að hann er fær þjálfari og Arnar hefur sýnt það bæði með KA og Breiðabliki. Ég er ekki viss um að KA vilji missa Adda og býst fastlega við því að þeir reyni að gera allt til að halda honum," sagði Þórhallur Dan Jóhannsson sem ræddi málin við Valtý.

Seinni krummasagan var sú að sama hvort Fylkir haldi sér í efstu deild eða ekki, það verði þjálfaraskipti í Árbæ.

„Það kemur mér ekki á óvart, þetta er búið að vera ótrúlega flatt hjá þeim í allt sumar og mér finnst þessi mannskapur sem Fylkir er með nógu góður til að vera með betri útkomu en raunin er. Ég hef séð flesta leiki og mér hefur fundist margt orka tvímælis sem þjálfararnir eru að gera."

„Ég hef horft á leiki í sjónvarpinu, aftur þegar ég kem heim eftir Fylkisleiki til að algjörlega fókusa á það sem er í gangi. Það er rosalega gaman að hlusta, því þú heyrir oft hvað þjálfararnir eru að segja. Það er rosa margt sem ég skil ekki, kannski veit ég ekkert um fótbolta en það er svo margt sem er verið að gera þarna sem meikar fyrir mig engan sens,"
sagði Tóti.

Tóti Dan er fyrrum fyrirliði Fylkis og sonur hans, Dagur Dan, er leikmaður Fylkis. Hann er í dag yngri flokka þjálfari hjá HK.

Smelltu hér til að hlusta á þáttinn.
Athugasemdir
banner
banner