Anna Hurley er gengin til liðs við FHL og mun leika með liðinu í Bestu deild.
Hurley er bandarískur miðjumaður en hún hefur leikið í heimalandinu undanfarið.
Hurley er bandarískur miðjumaður en hún hefur leikið í heimalandinu undanfarið.
Það kemur fram í tilkynningu FHL að hún sé góður varnarmaður og með góða sendingagetu.
FHL náði stórkostlegum árangri í Lengjudeildinni síðasta sumar þar sem liðið tryggði sér sæti í Bestu með öruggum sigri í deildinni. Félagið hefur misst sterka leikmenn en hefur reynt að fylla í skörðin.
Komnar
María Björg Fjölnisdóttir frá Fylki
Hope Santaniello frá Bandaríkjunum
Calliste Brookshire frá Bandaríkjunum
Aida Kardovic frá Bandaríkjunum
Ólína Helga Sigþórsdóttir frá Völsungi
Farnar
Emma Hawkins til Portúgals
Samantha Smith til Breiðabliks (var á láni hjá Breiðabliki)
Ásdís Hvönn Jónsdóttir til Svíþjóðar
Kristín Magdalena Barboza í Breiðablik (var á láni)
María Del Mar Mazuecos Ruiz (var á láni)
Athugasemdir