Aðalfundur knattspyrnudeildar KR fór fram í félagsheimili KR í gær. Þar lét Páll Kristjánsson af formennsku en hann staðfesti það fyrir um mánuði síðan að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri.
„Það er mikilvægt að þekkja sinn vitjunartíma og ég tel að tími sé kominn á að hleypa nýjum og ferskum formanni að," sagði Páll í yfirlýsingu.
„Það er mikilvægt að þekkja sinn vitjunartíma og ég tel að tími sé kominn á að hleypa nýjum og ferskum formanni að," sagði Páll í yfirlýsingu.
Magnús Orri Schram er nýr formaður deildarinnar. Magnús er fyrrum alþingismaður, viðskiptafræðingur og íþróttafréttamaður. Hann er uppalinn KR-ingur og á skráða leiki tímabilin 1994 og 95. Hann er í dag framkvæmdastjóri Kerlingarfjalla.
Nýja stjórn knattspyrnudeildar KR skipa:
Magnús Orri Marínarson Schram (formaður)
Baldur Stefánsson
Bjarki Pjetursson
Einar Örn Ólafsson
Guðlaug Jónsdóttir
Guðrún Ása Björnsdóttir
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir
Haukur Ingi Guðnason
Hildur Margrét Nielsen
Indriði Sigurðsson
Athugasemdir