Vestri hefur fengið til sín sóknarmanninn Kristoffer Grauberg Lepik frá IK Oddevold í Svíþjóð fyrir átökin sem eru framundan í Bestu deildinni.
Kristoffer er 24 ára, fæddur í Stokkhólmi og gerir tveggja ára samning.
Kristoffer er 24 ára, fæddur í Stokkhólmi og gerir tveggja ára samning.
Hann er með tvöfalt ríkisfang og keppir fyrir hönd Eistlands. Hann hefur leikið upp öll yngri landslið Eistlands ásamt því að hafa komist í æfingahóp fyrir A-landslið.
Kristoffer var á mála hjá Brommapojkarna upp sína yngri flokka, hann hefur einnig spilað á Ítalíu ásamt því að hafa verið hjá Hammarby, FBK Karlstadt og núna síðast IK Oddevold í sænsku 1. deildinni (Superettan).
„Við bjóðum Kristoffer hjartanlega velkominn í Vestra!" segir í tilkynningu Vestra.
Athugasemdir