Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. apríl 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Robben hefur íhugað að reima á sig takkaskó og snúa aftur
Arjen Robben kyssir ennið á vini sínum, Franck Ribery.
Arjen Robben kyssir ennið á vini sínum, Franck Ribery.
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn Arjen Robben viðurkennir að hafa hugsað um að snúa aftur inn á fótboltavöllinn.

Robben, sem er í dag 36 ára, lagði skóna á hilluna síðasta sumar. Robben gerði flotta hluti með Bayern München, Real Madrid, Chelsea, PSV og Groningen á ferli sínum. Þá var hann lengi vel lykilmaður í hollenska landsliðinu.

„Hjarta mitt segir já en líkaminn segir nei," sagði Robben eftir að skórnir fóru upp á hillu.

Það er ekki langt síðan hann hætti, en Robben viðurkennir að það blundi í honum sú hugmynd að reima á sig takkaskó og snúa aftur út á fótboltavöllinn.

„Til að byrja með þá saknaði ég fótbolta ekki neitt," sagði Robben í viðtali við hlaðvarp Bayern. „Svo kom ákveðið tímabil þar sem það kitlaði að snúa aftur."

„Ég fæ stundum þá tilfinningu. Kannski er það alltaf í huga mínum. Ég er bara íþróttamaður."

Robben segist ekkert hafa í huga varðandi framtíðina og hefur hann ekki gert upp við sig hvort hann ætli að fara að þjálfa eða gera eitthvað annað. Hver veit nema hann snúi aftur inn á fótboltavöllinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner