Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 28. ágúst 2021 17:05
Haraldur Örn Haraldsson
Arnór Gauti eftir að skora þrennu: Síminn er í biðstöðu
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla
Arnór Gauti Ragnarsson leikmaður Aftureldingar var mjög kátur eftir að hafa skorað þrennu í 3-1 sigri gegn Þrótti.

Arnór var því tekinn í viðtal og hafði þetta að segja um sigurinn.

„Ég er bara í skýjunum sko eitthvað sem við þurftum eftir 4 mjög erfiða leiki sérstaklega að gera þetta líka í Mosfellsbænum fyrir framan alla áhorfendur þetta er bara gæsahúða tilfinning."

Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  1 Þróttur R.

Hvernig er tilfinningin að setja Þróttara niður?

„Það er alveg skrítið að sjá þá fara niður svona stórveldi, bara skrítið að sjá svona stórveldi fara níður. Ég husa að þetta sé líka bara nauðsynlegt fyrir þá mikið af ungum leikmönnum, mjög sterkum leikmönnum og það er fínt fyrir þá að fá bara sénsinn í aðeins verri deild þeir geta nýtt hann og komið sér aftur upp. En nú erum við bara að elta stigamet Aftureldingar þannig við erum ekkert hættir"

Er langt í það?

„Nei alls ekki við ætlum einmitt bara að „bounca" af þessum sigri okkur líður vel, mikil stemning í hópnum og bara „on to the next one"

Þú ert samningslaus eftir tímabil eru komin einhver plön?

„Nei það er ekki komið ég ætlaði einmitt að leyfa bara tímabilinu að klárast, svo sest maður bara niður með fólkinu þínu og ákveður næstu plön þannig það er bara allt opið og síminn er í biðstöðu"

Værir þú spenntur fyrir því að taka slaginn með Aftureldingu á næsta tímabili?

„Auðvitað. Hjartað slær hér en já maður veit aldrei hvað gerist."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner